Áfram Blönduós..........

Það er óhætt að segja að ekki er hægt annað en að styðja viðleitni Blönduósstjórnenda að vilja hafa þjóðbrautina í gegnum bæinn.  Ég tel þá líka eðlilegt að við gerum það sama með önnur bæjarfélög því ekki er hægt að hafa mismunun.  Þannig er sjálfsagt að gerður verði krókur með viðkomu á Hvammstanga og eftir Blönduós verði farið örlítill krókur út að Skagaströnd, yfir Þverfjall og þá er Sauðárkrókur kominn í þjóðleið.

Þetta styrkir byggðakjarnana út um landið.  Hvaða máli skiptir það að almúginn sem þarf að komast á milli landshluta þurfi að fara alls konar aukakróka sem ekkert hafa upp á sig annað en kostnað fyrir þjóðina.

Ég er t.d. hættur að stoppa á Blönduósi er ég fer þarna um.  Mun aftur á móti líklega stoppa á nýrri þjónustustöð sem hugsanlega verður sett upp ofar við Blöndu, þ.e. ef hugsanlega einhvern tímann verði hugsað um hag heildarinnar á svæðinu.

 


mbl.is Blönduósbær gagnrýnir áform um flutning hringvegarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Þá er að láta reyna á bloggið eins og annar hver Íslendingur.  Svo er bara að sjá hvort að elja og hugur dugi til þess að halda því eitthvað við.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband